Omeprazol Sandoz

/ / Lausasölulyf / Omeprazol Sandoz
Dreifingaraðili: Distica

Omeprazol Sandoz

Styrkleiki: 20 mg
Pakkningastærð: 14 stk, 28 stk.
Dreifingaraðili: Distica

Omeprazol Sandoz er notað til að meðhöndla eftirfarandi:

Hjá fullorðnum:

 • Vélindabakflæði (GERD). Þegar magasýra berst upp í vélinda (rörið sem tengir saman háls og maga) og veldur verkjum, bólgu og brjóstsviða.
 • Sár í efri hluta þarma (skeifugarnarsár) eða maga (magasár).
 • Sár sem eru sýkt af bakteríu sem kallast „Helicobacter Pylori“. Ef þetta á við, getur verið að læknirinn ávísi einnig sýklalyfjum til að meðhöndla sýkinguna og leyfa sárinu að gróa.
 • Sár af völdum lyfja sem kallast bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID). Omeprazol Sandoz má einnig nota til að koma í veg fyrir að sár myndist þegar bólgueyðandi gigtarlyf eru tekin.
 • Of mikilli sýru í maganum af völdum vaxtar í brisinu (Zollinger-Ellison heilkenni). Hjá börnum: Börn eldri en 1 árs og ≥10 kg
 • Vélindabakflæði (GERD). Þegar magasýra berst upp í vélinda (rörið sem tengir saman háls og maga) og veldur verkjum, bólgu og brjóstsviða.

Hjá börnum geta einkenni um vélindabakflæði verið að magainnihald skilar sér aftur upp í munn (bakflæði/æla), uppköst og lítil þyngdaraukning.

Börn og unglingar eldri en 4 ára

 • Sár sem eru sýkt af bakteríu sem kallast „Helicobacter Pylori“. Ef þetta á við um barnið þitt, getur verið að læknirinn ávísi einnig sýklalyfjum til að meðhöndla sýkinguna og leyfa sárinu að gróa.

Hvernig nota á Omeprazol Sandoz

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Læknirinn mun segja þér hversu mörg hylki þú átt að taka og í hve langan tíma. Þetta fer eftir ástandi þínu og aldri.

Ráðlagður skammtur er gefinn upp hér á eftir.

Fullorðnir:

Til meðferðar við einkennum vélindabakflæðis (GERD) eins og brjóstsviða og bakflæðis sýru:

 • Ef læknirinn hefur séð að vélindað er lítillega skemmt er ráðlagður skammtur 20 mg einu sinni á dag í 4-8 vikur. Læknirinn gæti sagt þér að taka 40 mg skammt í 8 vikur til viðbótar ef vélindað hefur ekki gróið.
 • Venjulegur skammtur eftir að vélindað hefur gróið er 10 mg einu sinni á dag
 • Ef vélindað hefur ekki skemmst er venjulegur skammtur 10 mg einu sinni á dag. Til meðferðar við sárum í efri hluta þarma (skeifugarnarsár):
 • Venjulegur skammtur er 20 mg einu sinni á dag í 2 vikur. Læknirinn gæti sagt þér að taka sama skammt í 2 vikur til viðbótar ef sárin hafa ekki gróið.
 • Ef sárin gróa ekki að fullu, má auka skammtinn í 40 mg einu sinni á dag í 4 vikur. Til meðferðar við sárum í maga (magasárum):
 • Venjulegur skammtur er 20 mg einu sinni á dag í 4 vikur. Læknirinn gæti sagt þér að taka sama skammt í 4 vikur til viðbótar ef sárin hafa ekki gróið.
 • Ef sárin gróa ekki að fullu, má auka skammtinn í 40 mg einu sinni á dag í 8 vikur. Til að fyrirbyggja að sár í skeifugörn og maga komi aftur
 • Venjulegur skammtur er 10 eða 20 mg einu sinni á dag. Læknirinn gæti aukið skammtinn í 40 mg einu sinni á dag. Til meðferðar við sárum í skeifugörn og maga af völdum bólgueyðandi gigtarlyfja:
 • Venjulegur skammtur er 20 mg einu sinni á dag í 4 til 8 vikur. Til að fyrirbyggja sár í skeifugörn og maga af völdum bólgueyðandi gigtarlyfja:
 • Venjulegur skammtur er 20 mg einu sinni á dag.

Til meðferðar við sárum af völdum Helicobacter pylori sýkingar og til að koma í veg fyrir að þau komi aftur:

 • Venjulegur skammtur er 20 mg af Omeprazol Sandoz tvisvar á dag í eina viku
 • Læknirinn mun einnig segja þér að taka tvö af eftirtöldum sýklalyfjum: amoxicillin, clarithromycin og metronidazol. Til meðferðar við of mikilli sýru í maganum af völdum vaxtar í brisinu (Zollinger-Ellison heilkenni):
 • Venjulegur skammtur er 60 mg á dag
 • Læknirinn mun aðlaga skammtinn eftir þínum þörfum og mun einnig ákveða hve lengi þú þarft að nota lyfið. Notkun handa börnum: Til meðferðar við einkennum vélindabakflæðis (GERD) eins og brjóstsviða og bakflæðis sýru:
 • Börn eldri en 1 árs og sem eru meira en 10 kg að þyngd mega taka Omeprazol Sandoz. Ráðlagður skammtur fyrir börn er byggður á þyngd barnsins og læknirinn mun ákveða réttan skammt. Til meðferðar við sárum af völdum Helicobacter pylori sýkingar og til að koma í veg fyrir að þau komi aftur:
 • Börn eldri en 4 ára mega taka Omeprazol Sandoz. Ráðlagður skammtur fyrir börn er fer eftir þyngd barnsins og læknirinn mun ákveða réttan skammt.
 • Læknirinn mun einnig ávísa tveimur sýklalyfjum fyrir barnið sem kallast amoxicillin og clarithromycin.

Notkun þessa lyfs:

 • Mælt er með að hylkin séu tekin inn að morgni dags.
 • Taka má hylkin með mat eða á fastandi maga.
 • Gleypa á hylkin heil með hálfu glasi af vatni. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Þetta er vegna þess að hylkin innihalda húðuð korn sem kemur í veg fyrir að lyfið sé brotið niður af magasýru. Mikilvægt er að skemma ekki kornin.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Tengdar vörur…

Pöntun og dreifing: 412 7520

Starfsmenn

Fáðu aðstoð hjá starfsfólkinu okkar

Finna starfsmann

 • Artasan

  Kt: 620307-2380

  VSK númer: 093807

 • Heimilisfang

  Suðurhrauni 12a

  210 Garðabæ

 • Opnunartími

  Alla virka daga frá 9-16

 • Sími/Netfang

  Sími: 414 9200

  artasan@artasan.is

Sala og markaðssetning á samheitalyfjum, lausasölulyfjum og öðrum heilsuvörum