Nicotinell forðaplástur

/ Lausasölulyf / Reykleysi / Nicotinell forðaplástur
Dreifingaraðili: Distica

Nicotinell forðaplástur

GSK
Styrkleiki: 7 mg/24 klst, 14 mg/24 klst, 21 mg/klst
Pakkningastærð: 7 stk. 21 stk.
Dreifingaraðili: Distica

Nicotinell forðaplástur er notaður sem hjálpartæki þegar verið er að venja sig af tóbaksreykingum.

Hætta skal alfarið reykingum á meðan á meðferð með Nicotinell forðaplástrum stendur.

Að hætta reykingum alfarið frá fyrsta degi getur verið lykilatriði í ferlinu við að hætta að reykja.

Nicotinell forðaplástrar fást í þremur styrkleikum: 7 mg/24 klst., 14 mg/24 klst., og 21 mg/24 klst.

Við notkun forðaplásturs eingöngu:

Fullorðnir sem reykja 20 sígarettur eða meira á sólarhring: 1 plástur með 21 mg/24 klst. á sólarhring í 3-4 vikur, síðan 1 plástur með 14 mg/24 klst. á sólarhring í 3-4 vikur og að lokum 1 plástur með 7 mg/24 klst. á sólarhring í 3-4 vikur.

Fullorðnir sem reykja minna en 20 sígarettur á sólarhring: 1 plástur með 14 mg/24 klst. á sólarhring í 3-4 vikur, síðan 1 plástur með 7 mg/24 klst. á sólarhring í 3-4 vikur.

Velja á styrk plástursins út frá einstaklingsþörf.

Nota skal hærri styrkleika ef fráhvarfseinkenni gera vart við sig eða ef löngunin til að reykja er viðvarandi. Nota skal lægri styrkleikann í þeim tilfellum þegar grunur er um ofskömmtun.

Plásturinn er settur á hárlausa og heila húð.

Ef vill, má taka plásturinn af fyrir svefninn, þó er mælt með að nota plásturinn allan sólarhringinn til að koma í veg fyrir reykingaþörf á morgnana.

Meðferðartíminn er u.þ.b. 3 mánuðir, en hann getur verið mismunandi eftir einstaklingsbundinni þörf. Nicotinell forðaplástrana má ekki nota lengur en í 6 mánuði nema að læknisráði.

Einnig er hægt að nota plásturinn í samsettri meðferð með Nicotinell lyfjatyggigúmmi eða munnsogstöflum.

Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Tengdar vörur…