Moustidose ICARIDINE

/ / Lækningavörur / Moustidose ICARIDINE
flugnafæla
Dreifingaraðili: Distica

Moustidose ICARIDINE

Laboratories Gilbert
Vörunúmer: 604020
Dreifingaraðili: Distica

Moustidose flugnafælurnar eru framleiddar af Laboratories Gilbert í Frakklandi og innihalda þau virku efni sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur nauðsynleg til þess að verjast bitum mýtla og mýbitum. Sérstök áhersla er lögð á að þeir sem ferðist til suðrænna landa, Asíu, USA, Suður Ameríku og Afríku noti flugnafælu sem inniheldur annaðhvort ICARIDINE eða DEET. Það er nauðsynlegt til að halda frá t.d. Nílarflugunni sem ber með sér West Nile vírusinn sem m.a. getur valdið drómasýki (Lyme disease).   Aðrir þekktir sjúkdómar sem berast með Mýi eru t.d. malaría, gula, chikungunya og dengue hitasótt.

Moustidose flugnafælan er ætluð til útvortis notkunar og berist eingöngu á bera húð. Forðast skal að efnið berist í augu eða munn. Ef efnið berst í augu þá skolið með miklu vatni. Spreyið ekki beint í andlit, spreyið í lófa og berið á andlit. Passa skal að bera efnið ekki á hendur ungbarna þar sem þau eiga það til að setja hendur upp í sig. Aldrei skal nota Moustidose á svæði sem eru með skurði, sár eða á húð sem orðið hefur fyrir ertingu. Spreyið í opnu og vel loftuðu rými og varist að anda að ykkur innihaldinu. Passið að spreyja ekki nærri matvælum. Mælt er með því að einstaklingar sem nota efnið í lengri tíma fari reglulega í sturtu til að byggja ekki upp mörg lög af efninu á húðinni.

Moustidose ICARIDINE er flugnafæla sem inniheldur 25% ICARIDINE og virkar mjög vel gegn moskító, mýflugum og skógarmýtlum (Ticks). Efnið er milt fyrir húðina, veldur ekki ertingu og hentar því vel fyrir alla fjölskylduna.  ICARIDINE má nota á börn frá sex mánaða aldri. Veitir 12 klukkustunda vörn. Efnið er ætlað til notkunar á öllum svæðum.

Ef vart verður við ofnæmisviðbrögð þá skal hætta notkun efnisins. Ef nauðsynlegt er að fara til læknis þá skal hafa flöskuna með sér til að sýna lækninum innihaldsefnin.

Tengdar vörur…