Microlife BP B6 blóðþrýstingsmælir - Artasan

Microlife BP B6

microlife b6
Dreifingaraðili: Distica

Microlife BP B6

Microlife
Vörunúmer: 1001230
Dreifingaraðili: Distica

Microlife BP B6 blóðþrýstingsmælir mælir blóðþrýsting, púls, óreglulegan hjartslátt og nemur gáttatif.

Blóðþrýstingur er þrýstingurinn á blóðinu sem hjartað dælir um slagæðar líkamans.

Ætíð eru mæld tvö tölugildi:

 • Efri mörk (slagbilsgildi)
 • Neðri mörk (hlébilsgildi)

Microlife BP B6:

 • Sjálfvirkur mælir
 • Stilling fyrir tvo notendur
 • Minni fyrir 99 mælingar x 2
 • Nemur gáttatif (AFIB)
 • Nemur óreglulegan hjartslátt (IHR)
 • Val um eina mælingu eða þrjár mælingar í röð (MAM)
 • Sjálfvirk athugun á réttri staðsetningu handleggsborða
 • Hægt að tengja við tölvu og einnig með Bluetooth með appi í síma
 • Rafhlöður fylgja með, einnig hægt að stinga í samband við rafmagn
 • Íslenskar leiðbeiningar

Gáttatif er algengasta mynd hjartsláttartruflana eða óreglulegs hjartsláttar.

Ráðlagt er að skima fyrir gáttatifi hjá einstaklingum 65 ára og eldri. Einnig hjá fólki frá fimmtugsaldri með háþrýsting, sykursýki, hjartabilun eða sem hefur fengið heilablóðfall.

Ekki er mælt með skimun gáttatifs hjá yngra fólki eða óléttum konum þar sem mælingar geta sýnt ranga niðurstöðu.

 • Þegar mælirinn er stilltur á MAM tekur hann þrjár mælingar í röð og sýnir meðaltal þessara þriggja mælinga.
 • Ef gáttatif kemur fram birtist merki þess efnið á skjánum.
 • Ef gáttatifsmerkið birtist nokkrum sinnum í viku við reglubundnar mælingar er mælt með að leita til læknis.
 • Tækið kemur ekki í stað hjartaskoðunar en getur gefið vísbendingar um gáttatif sem oft greinist ekki fyrr en eftir heilablóðfall.

IHR – óreglulegur hjartsláttur

 • Blóðþrýstingmælirinn greinir sjálfkrafa óreglulegan hjartslátt í hefðbundni blóðþrýstingsmælingu.
 • Ef það kemur fram óreglulegur hjartsláttur í mælingunni þá birtist á skjánum merki þess efnið.
 • Ef IHR merkið birtist oft á skjánum við reglulegar mælingar er mælt með að fólk leiti til læknis.

Afhverju á að mæla:

 1. Greina háþrýsting
 2. Eftirlit við meðferð (lyf/lífstíll)
 3. Eftirlit með líkamsástandi  (svæfing, skuraðgerð, slys)
 4. Eftirlit með líffærum: hjarta, nýru, lifur, æðar, heili.
 5. Eftirlit á meðgöngu

Tengdar vörur…

Pöntun og dreifing: 412 7520

Starfsmenn

Fáðu aðstoð hjá starfsfólkinu okkar

Finna starfsmann

 • Artasan

  Kt: 620307-2380

  VSK númer: 093807

 • Heimilisfang

  Suðurhrauni 12a

  210 Garðabæ

 • Opnunartími

  Alla virka daga frá 9-16

 • Sími/Netfang

  Sími: 414 9200

  artasan@artasan.is

Sala og markaðssetning á samheitalyfjum, lausasölulyfjum og öðrum heilsuvörum