ElectroRice gegn ofþornun

/ Lækningavörur / Ofþornun /  ElectroRice gegn ofþornun
electrorice
Dreifingaraðili: Distica

 ElectroRice gegn ofþornun

Naveh
Vörunúmer: 7782
Pakkningastærð: 5 skammtar
Dreifingaraðili: Distica

ElectroRice er til inntöku vegna ofþornunar sökum niðurgangs “Oral Rehydration Solution” (ORS). Lausnin er unnin úr hrísgrjónum samkvæmt stöðlum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

ElectroRice tryggir hámarks upptöku á vökva til að bæta fyrir það vökvatap sem verður vegna niðurgangs. Niðurgangur er algengt vandamál, sérstaklega hjá börnum. Við niðurgang missir líkaminn mjög hratt vökva og electrolíta sem eru honum lífsnauðsynlegir til þess að geta starfað. Til að koma á eðlilegri starfsemi í líkamanum er grunnmeðferð við niðurgangi að koma á vökvajafnvægi. Þetta á sérstaklega við hjá börnum.

Kostir bragðbættra ElectroRice electrolíta ORS hrísgrjónalausnar eru eftirfarandi:

  • Hrísgrjónalausnin dregur úr niðurgangi og hægir á vökvatapi.
  • Sterkjugrunnurinn (í stað glúkósu) hefur þau áhrif að það verður hæg losun á glukósumólikúlum. Lág osmósuþéttni (140 mosm/L) eykur upptöku á natríum, glúkósu og vatni.
  • Bragðgóð lausn er lykillinn að því að barn fáist til að drekka hana.
  • Lausnin er einnig næring.
  • Þægilegt pakkað í hæfilega skammta.

Notkunarleiðbeiningar fyrir ElecroRice:

Leysið upp eina pakkningu í 200 ml af vatni (5 skammtar á dag, einn poki inniheldur 1 skammt).

Tengdar vörur…