Collagen Joint Formula

/ Heilsuvörur / Liðir & vöðvar / Collagen Joint Formula
Collagen Joint Formula
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
 • Apótek
 • Almennar verslanir

Collagen Joint Formula

Natures Aid
Pakkningastærð: 60 hylki
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
 • Apótek
 • Almennar verslanir

Einungis eitt hylki á dag !

Kollagen er helsta byggingarefni brjósksins og gefur það liðunum bæði mýkt og sveigjanleika. Með hækkandi aldri og álagi kemur slit í brjóskið ásamt því að líkaminn framleiðir minna af kollageni.  Rannsóknir sýna að inntaka á kollageni yfir lengri tíma getur dregið verulega úr liðverkjum og bætt þannig heilsu fólks til muna.

Collagen Joint Formula er sérstaklega hugsað fyrir liðina og liðbrjóskið og er ætlað til að bæta og viðhalda góðri liðheilsu.

Kollagen er eitt aðal uppbyggingarprótein líkamans en það er að finna í öllum liðum, liðamótum, sinum og beinum ásamt því að það er stór partur af húð, hári og nöglum. Kollagen eru trefjar sem eru mjög sterkar en orðið kollagen er komið úr grísku þar sem kolla þýðir lím. Því er oft talað um kollagen sem límið í líkamanum. Kollagenið sér því fyrst og fremst um að vefir líkamans haldist sterkir.

Natures Aid Collagen Joint Formula samanstendur af vandlega völdum næringarefnum sem henta sérlega vel fyrir alla þá sem stunda mikla hreyfingu sem og aðra sem vilja bætta liðheilsu.

 • Kollagen     500 mg
 • D3 vítamín     400 a.e.
 • C vítamín     50 mg
 • B2 vítamín     5 mg
 • Sink     10 mg
 • Kopar     1000 µg
 • Selen     100 µg
 • Mangan     2 mg

 

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum.  Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.

Tengdar vörur…