Bellavista

Bellavista
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Heilsuhillur verslana
  • Flest apótek og heilsubúðir

Bellavista

Pakkningastærð: 60 tbl. og 120 tbl.
Dreifingaraðili: Distica
Sölustaðir
Sölustaðir
  • Heilsuhillur verslana
  • Flest apótek og heilsubúðir

Bellavista er fæðubótarefni sem inniheldur blöndu sérvaldra náttúrulegra efna sem eru talin mikilvæg til að viðhalda góðri sjón. Helsta innihald Bellavista er kjarninn úr bláberjum, klæðisblómi (Lútein) bókhveiti og gulrótum auk vítamína og steinefna sem geta styrkt sjónina.

Þessi  sérvalda samsetning náttúrulegra efna gera Bellavista að fæðubótarefni sem talið er geta  hjálpað til við að viðhalda góðri sjón eins lengi og mögulegt er.

HVERNIG VIRKAR SJÓNIN?

Í auganu umbreytist ljósið fyrst í efnaferli í nethimnunni og svo í  rafboð í sjóntauginni sem flytur þau til heilans sem svo breytir þeim í myndir af umheiminum. Í þessu ferli leikur A vítamín mikilvægt hlutverk. Eftir að hafa búið til rafboðin er A vítamínið endurnýtt og er tilbúið til notkunar aftur. Zink og A vítamín eru því mikilvæg innihaldsefni í Bellavista. Þrátt fyrir að flestir fái nauðsynleg næringarefni úr fæðunni er ekki  víst að fæðan innihaldi nægilegt magn af Zinki. Mikivægt er að íhuga að auka magn þessara nauðsynlegu efna í fæðunni með einhverjum hætti eða taka inn fæðubótarefni, t.d. Bellavista. Þriðja efnið sem hefur mikla þýðingu fyrir sjónina er ríbóflavín (B2-vítamín) sem tryggir gagnsæi augans.


ANDOXUNAREFNI

Selen, C og E vítamín eru meðal þeirra efna sem kölluð eru andoxunarefni. Þessi efni geta hjálpað til við að viðhalda viðkvæmri starfsemi í líkamanum með því að fanga svokölluð sindurefni. Útfjólublátt ljós getur aukið framleiðslu sindurefna, líka í augunum. Nægilegt magn andoxunarefna í líkamanum er því nauðsynlegt til að viðhalda heilbrigðri sjón.Til að gera Bellavista að enn virkara fæðubótarefni fyrir augun inniheldur það fjórar öflugar jurtir: bláber, klæðisblóm, bókhveiti og gulrætur.

Virku efnin í þessum plöntum geta haft jákvæð áhrif á æðakerfi augans. Auk þess innihalda þær efni sem geta nýst mismunandi hlutum augans m.a. „gula blettinum“ sem er talinn mikilvægur fyrir skarpa sjón.

AР SJÁ

Sjónin er eitt mikilvægasta skilningarvitið. Með hjálp sjónarinnar upplifum við stóran hluta veraldarinnar og getum brugðist við því sem á sér stað. Sjónin tekur breytingum með aldrinum, hún  dofnar, við verðum fjarsýnni og sjáum verr í myrkri. Því til viðbótar getur útfjólublátt ljós, þurrt loft og fleiri umhverfisáhrif haft áhrif á  augnheilsu.

Til að viðhalda góðri sjón má hvíla augun, horfa til skiptis á hluti nær og fjær, blikka ört til að væta augun og rúlla augunum í hringi. Regluleg hreyfing virðist líka hafa jákvæð áhrif á sjónina eins og svo margt annað.

 

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum.  Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.