Rauðrófuduft
Natures AidRauðrófuduft í hylkjum
Árum saman hefur rauðrófan verið talin holl og góð en jákvæð áhrif á heilsu hafa lengi verið þekkt en notkun hennar má rekja allt að 2000 ár aftur í tímann til Rómverja. Rauðrófan er afar rík af andoxunarefnum og er áhugi á notkun hennar sem bætiefni sífellt að aukast. Fyrir þá sem ekki vilja innbyrða rauðrófur í formi drykkja eru hylkin frá Natures Aid gríðarlega góður kostur.
Innihald í einu hylki af Beetroot frá Natures Aid jafngildir 4.620 mg af þurrkaðri rauðrófu.
- Vegan og hentar grænmetisætum.
- Án gervi- og litarefna.
- Mjólkur-, laktósa-, glúten-, hnetu-, salt-, sterkju- og sykurlaust.
Þar sem að talið er að nítröt í rauðrófum hafa áhrif á blóðþrýsting ættu þeir sem hafa lágan blóðþrýsting eða taka blóðþrýstingslyf að ráðfæra sig við lækni áður en þeir bæta rauðrófum við mataræði sitt.
Notkun: 2 hylki á dag með mat (9.240 mg af þurrkaðri rauðrófu)
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótarefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma, tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótarefni eiga ekki að koma í stað hollrar og fjölbreyttrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Tengdar vörur…
-
Ginseng jurt hefur verið notað í kínverskum lækningum í árþúsundir.
-
Smurefni fyrir liðina.
-
Fyrir stirða liði og vöðva.
-
Hefur hjálpað þúsundum íslendinga með liðeymsli.