Astaxanthin
AlgalífÍslenskt Astaxanthin
Astaxanthin er gríðarlega öflugt andoxunarefni sem virkar vel á mörg kerfi líkamans, veitir vörn gegn geislun og stuðlar að heilbrigði augna, heila og hjarta. Þetta efni hefur mikið verið rannskað og sýna klínískar rannsóknir svo ótvírætt sé að það getur verið mikil heilsubót fólgin í inntöku á því.
Astaxanthin er gríðarlega gott fyrir húðina sem er stærsta líffæri líkamans en það verndar hana, bætir rakastig hennar, mýkt og dregur úr fínum hrukkum, blettum og freknum. Astaxanthin dregur einnig úr þeim skaða sem útfjólubláu geislar sólarinnar geta valdið húðinni (sólbruni). Ólíkt sólkremum sem borin eru á húðina, blokkar Astaxanthin ekki UV-geislana, þannig að það kemur ekki í veg fyrir að UVB-geislarnir breytist í D-vítamín í húðinni. Það ver húðina einfaldlega gegn skemmdum.
Astaxanthin dregur almennt úr bólgum og nýtist vel gegn nánast hvaða bólguástandi sem er, hvort sem það er í liðum eða annarsstaðar. Að auki getur það stuðlað að auknum árangri hjá íþróttamönnum.
Astaxanthin frá Algalíf
Astaxantin er náttúrulegt karótínóíð sem finnst hvergi í eins ríku mæli og í örþörungum sem kallast Haematococcus pluvialis og hefur það mun meiri andoxunargetu en Astaxantin sem búin eru til með öðrum aðferðum.
Algalíf er íslenskt fyrirtæki sem er sérhæfir sig í framleiðslu á þessum örþörungum og vinna úr þeim hágæða astaxantin. Ræktun og framleiðsla fer fram í eingruðum ræktunarkerfum þar sem allir mengunarvaldar eru útilokaðir og eingöngu hreint íslenskt vatn er notað við framleiðsluna. Endurnýtanleg orka er notuð við framleiðsluna og flokkast hún sem sjálfbær iðnaður.
Staðreyndir
Astaxanthin er 550 sinnum öflugra andoxunarefni en E-vítamín og 6.000 sinnum áhrifaríkara en C-vítamín. Það tekur Astaxanthin 12-19 klukkustundir að hámarkast í blóði þínu og eftir það brotnar það niður á 3-6 klukkustundum. Þess vegna þarf að taka það inn daglega. Skammtastærð 1-2 hylki á dag. Til þess að verja húðina gegn sólargeislum, áður en haldið er í gott sólarfrí er gott að hefja inntöku nokkrum vikum áður.
Astaxanthin stuðlar að skjótu jafnvægi í líkamanum eftir æfingar og er það því mjög gott fyrir íþróttamenn sem vilja ná sem bestum árangri því hreint náttúrulegt Astaxanthin eykur úthald, styrk og bætir árangur líkamans almennt. Vísindamenn tengja það við þá orku sem gerir laxinum kleift að synda gegn straumnum, en mikið af Astaxanthin er í vöðvum laxa.
Astaxanthin er einnig gott fyrir augun/sjónhimnuna og hafa klínískar rannsóknir sýnt fram á að Astaxanthin bætir augnheilsu sykursjúkra, dregur úr þreytu og álagi á augum og stuðlar að skýrari sjón.
Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.
Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.
Tengdar vörur…
-
Bólgueyðandi náttúrulegt efni sem úðað er út í kinn.
-
Hátt magnesíum innihald og sérstaklega gott að nudda á auma vöðva.
-
Sléttari og frísklegri húð – 3ja mánaða skammtur.
-
Magnesíum og kalk fyrir góða beinheilsu.