Loksins fann ég það sem virkar gegn frjókornum

/ Loksins fann ég það sem virkar gegn frjókornum

Ég er búin að þola illa frjókorn í uþb 30 ár eða frá því ég var ca 3 ára gömul. Sumrin hafa alltaf verið hreint helvíti og það að æfa fótbolta eða vera í unglingavinnunni hér áður fyrr var hin mesta þrekraun. En ég hélt þetta út á þrjóskunni þó svo að ég væri með stöðugt nefrennsli og augun svo bólgin að ég sá ekki út um þau. Ég fór í apótekið og ákvað að grípa með mér eina dós af Hay Max. Áður en ég bar Hay Max á mig, þvoði ég mér í framan og eftir uþb 20 mín var ég laus við nefstíflurnar og hnerrann! Ég gat verið úti í allan dag að dúlla mér í garðinum og ekki er ég enn farin að finna fyrir ertingu frá frjókornunum.