Krillolía fyrir húð, heila, hjarta og gott heilsufar.

/ Krillolía fyrir húð, heila, hjarta og gott heilsufar.

Fréttablaðið 24. janúar 2017

Krill Oil frá Natures Aid er Omega 3 í sinni hreinustu og öflugustu mynd, sótt í Suðurskautshafið sem er  hreinasta hafsvæði veraldar. Líkaminn á mjög auðvelt með að nýta sér fitukeðjurnar í krillolíunni og ekkert eftirbragð er eftir inntöku. Krillolía inniheldur einnig náttúrulegan andoxara, Astaxanthin, sem gerir krillolíuna mjög stöðuga og verndar gegn þránun auk þess að vera gott fyrir heilsuna.

fæðukeðja krill

Krill eða ljósáta er lítið krabbadýr sem lifir í efstu lögum sjávar.  Krillolían frá Natures Aid er unnin úr Suðurhafsljósátu en hún hefur mikið vægi í vistkerfi  Suðurhafana og fjöldi sjávardýra byggir tilveru sína beint og óbeint á þessu eina krabbadýri. Krill er neðst í fæðukeðjunni sem þýðir að krillolían er sú hreinasta sem finnst,  en mengun eins og þungmálmar er að verða mikið vandamál í mörgum fisktegundum í dag.

Krillolían hentar okkur gríðarlega vel því hún inniheldur svokölluð fosfólípíð, Krill olía perlur fitusýrur sem gera það að verkum að olían blandast við vatn og upptakan verður mun betri. Af sömu ástæðu er talið að maður sé ekki að ropa upp bragði eftir inntöku á krillolíuperlum. Suðurhafskrillið inniheldur einnig náttúrulegt andoxunarefni sem heitir Astaxanthin (rauði liturinn frá krabbadýrinu) og er það bæði mjög hollt fyrir okkur ásamt því að gefa krillolíunni mikinn stöðugleika og veita því vörn gegn þránun.

Sjálfbærni að leiðarljósi

Gríðarlega mikilvægt er að við nýtum okkur auðlindir jarðar á skynsamlegan hátt og göngum ekki á þær. Með því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi, tryggjum við aðgengi komandi kynslóða í þessar auðlindir og aukum líkurnar á meiri stöðugleika í náttúrunni. Superba er framleiðandinn af krillolíunni frá Natures Aid og WWF (World Wide Fund for Nature) staðfestir að Aker BioMarine, sem veiða og framleiða Superba krill olíuna, stunda vistvænar og sjálfbærar veiðar.

Omega 3 er hollt fyrir alla

Rannsóknir hafa sýnt fram á að Omega 3 er gott fyrir æðakerfið, heilann, húðina og ónæmiskerfið. Sífellt fleiri rannsóknir hafa leitt í ljós kosti þess að bæta Omega 3 fitusýrum inn í mataræði okkar og getur regluleg inntaka:

 • Hækkað „góða“ HDL kólesterólið
 • Bætt minnið og aukið einbeitingu
 • Mýkt liði og dregið úr stirðleika
 • Dregið úr bólgum
 • Dregið úr þurrkublettum á húð og minnkað exem
 • Minnkað líkur á insúlínónæmi (sykursýki II)
 • Minnkað líkur á þunglyndi
 • Jafnað blóðsykurinn
 • Elft lifrarstarfsemina
 • Haft góð áhrif á teygjanleika húðarinnar
 • Unnið gegn öldrun

Lífsnauðsynlegar fitusýrur

Omega 3 eru lífsnauðsynlegar fitusýrur rétt eins og Omega 6 en það þýðir að líkaminn framleiðir þær ekki sjálfur. Við verum að fá þær úr mat og/eða bætiefnum og það er miklvægt að þessar tvær fitusýrur séu í jafnvægi í líkamanum því hlutverk þeirra er mismunandi. Til einföldunar má segja að á meðan Omega 6 ýtir undir bólgur og bólguviðbrögð er Omega 3 bólguhamlandi.  Nú til dags er gríðarlega algengt að fólk í vestrænum ríkjum innbyrgði yfirdrifið nóg af Omega 6 en þeim mun minna af Omega 3 sem þýðir að virkni Omega 6 er of mikil en Omega 3 of lítil.  Fyrir okkur þýðir þetta að líkur á krónískum bólgum eru meiri og rannsóknir benda til þess að samband sé á milli þessara bólgna og flestra lífsstílssjúkdóma.

Omega 6 er í miklu magni í korni, maís, ódýrum matarolíum (sojabauna-, sólblóma- og kornolía) og kjöti (og afurðum) af dýrum sem eru kornalin. Þarna erum við að fá allt of mikið af þessum annars nauðsynlegu fitusýrum en með því að velja vel og auka neyslu á hollari matvælum getum við hjálpað mikið til við að laga hlutföllin og auka almennt líkurnar á betri heilsu. Matur sem inniheldur mikið af Omega er fyrst og fremst: makríll, þorsklifur, valhnetur, chiafræ, lax, hörfræ, túnfiskur (sem við eigum ekki að borða mikið af vegna þungmálma, hvítur fiskur, sardínur, hampfræ og ansjósur. Einnig skal nefna villihrísgrjón, nýrnabaunir og svartar baunir ásamt grænu káli en þessi upptalning er ekki tæmandi.

Að auki ættu svo að allir að taka inn Omega 3 á bætiefnaformi en þá er Krillolían það besta sem völ er á.