Krampalaus eftir 10 sekúndur

/ Krampalaus eftir 10 sekúndur

Magnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu okkar. Það kemur við sögu í yfir 300 mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum og getur magnesíumskortur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Magnesíum er nauðsynlegt til  orkuframleiðslu í líkamanum ásamt því að stuðla að betri heilsu vöðva, beina, vökvajafnvægis og til  stjórnunar á tauga- og vöðvasamdrætti. Upptaka á þessu steinefni í gegnum húðina hefur reynst einstaklega vel.

Hvernig lýsir magnesíum skortur sér ?

Magnesíumskort má  oft rekja til lélegs og rangs mataræðis, mikillar streitu, ýmissa lyfja, mikillar koffínneyslu og næringarsnauðs jarðvegs sem nýttur er til ræktunar matvæla.  Einnig skolast steinefni út úr líkamanum þegar við svitnum, þannig að ef við æfum mikið þá töpum við steinefnum sem við þurfum að passa upp á að bæta okkur.

Magnesíum hefur áhrif á:

·         Orkumyndun (ATP í frumunum)

·         Vöðvastarfsemi

·         Taugastarfsemi

·         Myndun beina og tanna

·         Meltingu

·         Blóðflæði

·         Kalkupptöku

·         Húðheilsu

Merki um magnesíumskort.

·         Svefnerfiðleikar

·         Sinadráttur

·         Vöðvakrampi

·         Aukin næmni fyrir stressi

·         Síþreyta

·         Orkuleysi

·         Höfuðverkir

·         Fjörfiskur

 

 

Recovery spreyið er staðalbúnaður

Magnesíum Recovery spreyið  frá Better You hefur reynst íþróttafólki mjög vel og sérstaklega sem eiga það til að fá vöðvakrampa í miðri keppni eða á æfingu. Þetta á ekki síst við um hlaupara en þeir sem stunda strangar æfingar eins og Valgerður Guðsteinsdóttir atvinnuboxari eru ekki síður hrifnir. Hún dásamar magnesíum vörurnar frá Better You mikið en Magnesíum Recovery spreyið er staðalbúnaður í íþróttatöskunni hennar:

„Ég æfi sex daga vikunnar, venjulega oftar en einu sinni á dag svo endurheimt er mér mjög dýrmæt. Magnesíum spreyin hjálpa mér þar mjög mikið og ég get bætt við nýjum og meira krefjandi æfingum án þess að finna mikið fyrir því. Það er greinilegt að líkaminn grípur þetta efni strax upp en ég er farin að spreyja á fæturna á miðri boxæfingu þegar ég finn að ég er að stífna upp en ég á það til. Ég er mjög spennt að prófa mig áfram með það. Mér finnst líka frábært að manneskja eins og ég, sem er með næringuna í toppstandi, hvíli vel og æfi skynsamlega, finni svona góð áhrif af þessu“

Að auki notar Valgerður Magnesíum Goodnight til að sofa betur og leggst annað slagið í bað með magnesíumflögum til að slaka extra vel á.

 

 

Ég ætlaði ekki að trúa árangrinum

Sigurjon Sigurbornsson

Sigurjón Sigurbjörnsson er 62 ára langhlaupari sem notar Magnesíum Recovery frá Better You. Með því hefur hann losnað við vöðvakrampa og um leið bætt sigverulega:

„Árið 2015 ákvað ég að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu og reyna að bæta metið í heilu maraþoni í 60 ára flokki og verða fyrstur Íslendinga að hlaupa vegalengdina undir 3 tímum en metið var yfir 3,10. Ég hljóp á  2,59,29 og þegar ég kom í mark fékk ég krampa. Ég notaði spreyið fyrir hlaupið en drakk ekki nægan vökva í hlaupinu. Mér voru gefnar magnesíumtöflur í sjúkratjaldinu og sagt að það gætu liðið 15 mínútur þar til þær virkuðu. Ég fór út af svæðinu og hitti konuna mína sem var með Magnesíumspreyið mitt, ég spreyjaði á mig og eftir 10 sek. var ég krampalaus“.

 

 

 

Magnesium frá Better You

Magnesium chloride

Better You notar Zechstein® Magnesíum sem er eitt hreinasta og náttúrlegasta form af magnesíum í heiminum. Fyrir um 250 milljón ára síðan voru höfin sem voru staðsett næst miðbaug nálægt því að gufa upp. Það vatn sem stóð eftir úr Zechstein hafinu sem staðsett í Norður Evrópu er talið hreinasta auðlind af Magnesíum klóríð (chloride) sem fyrir finnst. Magnesíum er sótt í sjóinn og borað 1,5 km niður í hafsbotninn til að verða sér úti um það. Því er ekki að ástæðulausu að magnesíum úr Zechstein hafinu sé talið eitt það hreinasta sem fyrirfinnst á móður jörð.

 

 

 

 

Magnesíum spreyin eru fyrir alla

Magnesíum Spreyin frá Better You hafa reynst sérstaklega vel fyrir alla þá sem stunda íþróttir, mikla útivist og/eða fjallgöngur eða annað líkamlegt erfiði. Þau henta bæði ungum sem öldnum, fyrir og eftir æfingar eða göngur og til að lina þreytuverki, krampa og strengi. Magnesíum Recovery er sérstaklega hugsað fyrir íþróttafólk en að auki inniheldur það kamfóru, svartan pipar og sítrus olíur til að styrkja æfinguna og hraða endurheimt.

Upptaka magnesíum gegnum húð

Margir kljást við vandamál tengd meltingarfærum og um leið og þessi líffæri eru ekki í toppstandi, minnkar frásog næringarefna.  Magnesíum sem borið er á húð í formi olíu eða gels kemur þá sterkt inn því við tökum það upp beint gegnum húðina og förum alfarið framhjá meltingarfærunum. Rannsóknir sýna að virknin er að skila sér allt að 5 sinnum hraðar en ef um töflur er að ræða. Einnig kannast margir við að fá í magann þegar magnesíum er tekið inn, með gelinu er það vandamál úr sögunni. Hér má sjá hvernig speyin virka.

ATH!

Oft gerist það að fólk sem er nýbyrjað að nota magnesíum í olíu formi að það finni fyrir kláða eða hita tilfinningu í húðinni. Þegar svo er,  er það oft merki um of lítið magn af magnesíum í líkamanum. Ráðlagt er að minnka skammtinn sem borinn er á líkamann fyrst um sinn og auka hann svo hægt og rólega.

NÝJUNG!

Ný vara hefur nú bæst í magnesíum línuna en það er Magnesíum Gel sem er einstaklega gott til að nudda auma og stífa vöðva með.  Nánar um það hér.

Magnesium gel

 

Artasan mælir með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum.  Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti, fólk sem er að glíma við sjúkdóma og tekur lyf að staðaldri eða hefur undirliggjandi sjúkdóma á borð við flogaveiki, ofvirkan skjaldkirtil og sykursýki.

Vítamín eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá og fæðubótaefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.