Hita- og kælimeðferðir sem hjálpa þér að ná lengra

/ Hita- og kælimeðferðir sem hjálpa þér að ná lengra

Hita- og kælimeðferðir sem hjálpa þér að ná lengra

Sólveig Bergsdóttir fimleikakona hefur verið að notast við Sore No More gelin á auma vöðva eða liði þegar æfingaálagið er mikið og þörf er á snöggri kælingu eða hitameðferð.solla

Með þekkingu og nútímatækni tókst framleiðendum Sore No More að þróa einstaka blöndu af virkum plöntukjörnum í gelformi án alkóhóls og kemískra íblöndunar- og geymsluefna. Fyrirtækið er með 30 ára reynslu í framleiðslu á fyrsta flokks vörum sem taka tillit til náttúrunnar og hámarks gæða. Í vöruúrvali Sore No More er ekki notast við dýraafurðir né gerðar prófanir á dýrum við framleiðslu. Tilteknir framleiðsluþættir skila þér og þínum náttúrulegu og áhrifaríku efni sem talið hefur hafa hjálpað milljónum manna til að koma í veg fyrir hina ýmsa kvilla og ónót í gegnum tíðina.

 

Árangursrík hita- og kæligel fyrir þreytta vöðva

Sore No More gelin koma í tveimur mismunandi gerðum, annars vegar hitagel og hins vegar kæligel. Bæði hita- og kæli gelin eru gífurlega árangursrík sem henta afar vel fyrir þreytta og auma vöðva, ýmist fyrir eða eftir æfingar sem og í daglegu amstri. Sore No More gelin hafa það að markmiði að koma í veg fyrir stífa vöðva og hjálpa þar af leiðandi til við aukna hreyfigetu sem eykur blóðrás í líkamanum og kemur þér lengra. Sore No More gelin hafa þá eiginleika að byrja að virka strax og nuddað er á auma liði og vöðva og henta því afar vel. Gelin eru hvort um sig með náttúrulegum ilm og afar hentug og þægileg til notkunar. Að auki er mikill kostur að gelið festist ekki í fötum eða skilur eftir sig bletti en vert er þó að hafa í huga að forðast skal að gelið komist í snertingu við opin sár eða augu sem getur valdið skaða.

 

Sólveig Bergsdóttir mælir hiklaust með Sore No More

Sólveig Bergsdóttir fimleikakona hefur verið að notast við gelin frá Sore No More í kringum æfingar og keppnir og deilir hér reynslu sinni. ,,Ég hef verið að nota Sore No More gelin þegar mig vantar snögga kælingu eða hita á auma vöðva, léttar tognanir eða eymsli. Gelin eru afar fljót að virka og henta því vel þegar æfingaálag er mikið og ég hef ekki tækifæri til að hvíla í nægan tíma. Einnig finnst mér frábært að gelið festist ekki í fötum eða skilur eftir sig bletti.‘‘ segir Sólveig og bætir jafnframt við að gelin séu auðveld í notkun og segist hiklaust mæla með fyrir alla, sérstaklega íþróttafólk sem æfir þétt og mikið.

,,Þessi öfluga formúla er einstaklega góð í kringum æfingar og keppnir og hefur komið sér afar vel‘‘ segir Sólveig Bergsdóttir fimleikakona.