Hárið líflegra og glansar meira

/ Hárið líflegra og glansar meira

Ég fór í aðgerð og þurfti að nota lyf í kjölfarið, sem varð til þess að hárið á mér varð líflaust og rytjulegt. Einnig var ég  líka með töluvert hárlos vegna lyfjanna og þurfti ég t.d. alltaf að tæma niðurfallið í sturtunni eftir hvert skipti í sturtu, svo mikið var hárlosið.

Í ágúst sl. byrjaði ég að nota Hair Volume. Ég og hárgreiðslukonan mín höfum tekið eftir því hve miklu líflegra hárið er, það glansar meira og hárvöxturinn hefur líka aukist mikið.  En samt hefur annar hárvöxtur á líkamanum ekki aukist og finnst mér það mikill munur.  Ég tók líka eftir því að neglurnar eru sterkari og húðin mun betri, þannig  að það er svo margt gott við að nota Hair Volume töflurnar.

Frábærar töflur sem ég mæli hiklaust með.

Margrét Viðarsdóttir.