Fækkaðu sígarettunum smám saman – um eina í einu

/ Fækkaðu sígarettunum smám saman – um eina í einu

Að draga smám saman úr reykingum getur verið þín leið að varanlegu reykleysi

Hann hefur verið til staðar í áravís – vaninn sem þú eiginlega veist vel að er einn af þessum verulega slæmu og skaðlegu. Samt sem áður kveikir þú í sígarettu aftur og aftur þegar löngunin lætur á sér kræla. Jafnvel þótt þú vitir sennilega vel að það væri betra að sleppa því.

Hjá þeim sem eru háðir nikótíni geta reykingar nánast verið aðgerð sem fólk framkvæmir án umhugsunar oft á dag – t.d. í tengslum við ilm af nýlöguðu morgunkaffi, í hádegishléinu með vinnufélögunum, í síðdegishléinu eða í lok máltíða. Ákveðnar aðstæður geta átt þátt í að vekja ómótstæðilega reykingalöngun og algjörlega ósjálfrátt kveikir þú í sígarettu – vegna þess að þú er vön/vanur að gera það.

Þegar reykingar eru orðnar svona rótgróinn vani getur virst algjörlega óyfirstíganlegt að hætta dag einn alveg að reykja.

Örvæntu ekki. Það er nefnilega ekki ómögulegt að takast að hætta að reykja jafnvel þótt ógerlegt virðist að rjúfa vanann.
Ef þú hefur ekki kjark til að kveðja sígaretturnar fyrir fullt og allt getur þú í staðinn skorið niður og dregið smám saman úr reykingum. Kosturinn við það er að fráhvarfseinkenni verða smám saman vægari og hægt og rólega nærðu tökum á reykingalönguninni.

images-1Fækkað um eina sígarettu í einu
Þetta er samt sem áður ekki auðvelt viðfangs en með réttri stefnu og viðhorfi getur þú áreiðanlega náð varanlegu reykleysi. Reykbindindi krefst viljastyrks, hvatningar, stuðnings og leiðsagnar. Sérstakan stuðning og leiðsögn má finna í „appinu“ 7 Keys to Quit, sem hægt er að hlaða niður á snjallsíma. Þannig hefur þú hjálpina við höndina þegar löngunin gerir vart við sig.

Þegar kosið er að draga smám saman úr reykingum er gott að skrá hjá sér við hvaða aðstæður er auðveldast að sleppa sígarettu/-m. Það gæti einnig verið skynsamlegt að forðast aðstæður sem kalla venjulega á reykingar eins og að fara með vinnufélögum út í hádegishléinu til að reykja sígarettu eins og venja er eftir máltíðir.

Byrjaðu á að skipta út sígarettum, sem þú átt auðveldast með að sleppa, fyrir nikótíntyggigúmmí eða nikótínmunnsogstöflu. Haltu þér fast við þetta val þannig að það sé ávallt við sömu aðstæður daglega sem þú sleppir sígarettunni og notar nikótínuppbót í staðinn. Þér mun nefnilega fljótt finnast eðlilegt að fá þér eitt stk. tyggigúmmi eða munnsogstöflu í staðinn fyrir að kveikja í sígarettu.

Þegar þú ert kominn vel á veg með að draga úr reykingum getur þér samt sem áður stundum fundist löngunin yfirþyrmandi þá skaltu hafa í huga að hver einasta sígaretta sem þú skiptir út fyrir tyggigúmmi eða munnsogstöflu er sigur! Nú getur þú á þínum eigin hraða haldið áfram að skipta út fleiri af dagegu sígarettunum. Mundu að það er ávallt hægt að sækja sér hjálp til að rjúfa endanlega vanann. Það er einmitt það sem þú átt að stefna að að verða alveg reyklaus.

Þú getur einni glaðst yfir að vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á að líkurnar á að ná varanlegu reykleysi eru jafn miklar hvort sem dregið er úr reykingum smám saman áður en hætt er endanlega að reykja eða hætt er að alveg reykja samstundis með hjálp nikótínlyfja.