Endanlega reyklaus

/ Endanlega reyklaus

 

Fáðu aðstoð með hjálparmeðölum til að verða reyklaus, stuðning og leiðbeiningar – og neyðarhnapp!

Nú er komið að því! Sígaretturnar á að leggja á hilluna – í eitt skipti fyrir öll!

Ýmsar ástæður geta verið fyrir að vilja hætta að reykja fyrir fullt og allt. Hugsanlegt er að að þú sért tilneyddur að leggja sígaretturnar alveg á hilluna vegna þess að heilsufarslegar ástæður gera það að verkum að ekki er lengur mögulegt að reykja

Eða ef til vill finnst þér það að vera reykingamaður sé ekki sérstaklega góð fyrirmynd fyrir börnin þín og fjölskylduna og nú ertu búin/búinn að safna nægum kjarki til að hefja baráttuna við vanann – í eitt skipti fyrir öll!

Hver svo sem ástæðan er – hafir þú ákveðið að hætta fyrir fullt og allt er skynsamlegt að skrifa niður ákveðna dagsetningu hvenær reykbindindið á að hefjast. Þegar þú ert búin/búinn að ákveða dagsetningu hefur þú eitthvað að stefna að og getur undirbúið þig – næstum eins og að þjálfa sig andlega.

Hvatning og viljastyrkur verða nýju bestu vinir þínir!

Notaðu líflínuNicotinell 2mg Fruit mtexta copy

Nú hefur þú náð þetta langt og senn er komið að því að reykbindindið hefjist en sem betur fer er völ á ýmsum hjálparmeðölum. Nýttu þér úrvalið af nikótínlyfjum sem eru í boði þannig að þú getir fengið mátulegt magn eftir þörfum í líkamann til að draga úr fráhvarfseinkennum. Staðreyndin er sú að notkun nikótínlyfja tvöfaldar líkurnar á reykleysi samanborið við ef þau eru ekki notuð.

Samsett meðferð með lyfjatyggigúmmíi og munnsogstöflum eða forðaplástri er árangursrík leið til að takast á við reykingalöngunina. Magninu getur þú stýrt eftir þörfum.

Mundu að verðlauna þig meðan á ferlinu stendur. Það er hvetjandi.

Örvænting – ég er við það að falla!

Taktu því bara rólega það er hægt að sækja sér góða hjálp – einnig þegar bráð þörf er á. Nýttu þér svokallaðan neyðarhnapp í 7 Keys to Quit til að fá viðeigandi ráð til að takast á við löngunina. Drekktu eitthvað kalt. Hreyfðu þig. Skrifaðu fimm orð sem byrja á V og fimm orð sem byrja á B. Hringdu til vinar.

„Hvers vegna?“ ertu kannski að hugsa? Sum neyðarráðanna eru eingöngu ætluð til að leiða athyglina að öðru til að dreifa huganum og fá þig til að hugsa um annað en löngunina til að reykja en önnur hins vegar til að grípa til í ákveðnum aðstæðum sem þú lendir í.

Enn í þörf fyrir að reykja? Spjallaðu við reykleysisráðgjafa á netinu sem er til staðar með andlegan stuðning og góð ráð. Mikilvægast er að muna að þú stendur ekki ein/einn!