Ekki láta flugnabit eyðileggja sumarfríið

/ Ekki láta flugnabit eyðileggja sumarfríið

Effitan flugnafæluúði er náttúrulegur og með mikla virkni. Hann virkar vel á moskítóflugur, mý, flugur, flær og skógarmítla í allt að 8 klukkutíma og það má nota hann á börn frá 3 mánaða aldri.

Náttúruleg innihaldsefni sem virka

Effitan kom á markað hér á landi vorið 2011 og hitti strax í mark, enda um að ræða mjög áhrifaríka skordýrafælu án allra eiturefna.

Effitan inniheldur ekki DEET sem er í mörgum flugnafælum og skordýraeitri. Virku innihaldsefnin í Effitan eru m.a. kókosolía, Eucalyptus Citriodora (sítrónu júkalyptus) og citronella sem er ilmkjarnaolía og vel þekkt sem flugnafæla í kremum, úðum og kertum. Effitan er 98,88% náttúrulegt og er virkni þess klínískt rannsökuð, bæði hjá Swiss Tropical Institute í Basel og Dr. Dautel Institut í Berlín

Fyrir alla fjölskyldunaMoskito

Þar sem Effitan er náttúruleg skordýrafæla hentar hún fyrir alla fjölskylduna. Ófrískar konur og börn frá 3 mánaða aldri eru ekki undanskilin en vert er að geta þess að yfir 82% af efnunum eru lífræn. Einungis þarf að varast að bera efnið ekki þar sem hægt er að setja það í augu og munn. Rannsóknir sýna að Effitan verndar í allt að 8 klukkustundir.

Stangveiði, golf, göngur og garðyrkja

Yfir sumartímann má segja að blíðunni fylgir fluga.  Það er því þjóðráð að eiga Effitan í golftöskunni, bakpokanum og hvað þá í veiðitöskunni en mývargurinn getur hreinlega eyðilagt friðsæla veiðiferð. Það er líka þjóðráð að nota það þegar taka á til hendinni í garðinum.

Frí á suðrænni sólarströnd

Við könnumst flest við hversu hvimleitt það getur verið að lenda í svöngum moskítóflugum í sólarfríinu. Að vera útbitin og að tapa sér í kláða er ekki góð skemmtun og getur í sumum tilfellum skemmt fríið.   Effitan má nota að vild og ekki er verra ef við tökum nóg af B-vítamíni inn líka en pöddurnar eru margar hverjar viðkvæmar fyrir lyktinni sem þetta vítamín gefur frá sér.