Byltingarkennd vítamín fyrir bæði móður og barn

/ Byltingarkennd vítamín fyrir bæði móður og barn

Byltingarkennd vítamín fyrir bæði móður og barn

Nauðsynlegt er að gefa börnum valin bætiefni til að tryggja upptöku á mikilvægum vítamínum sem stuðla að eðlilegum vexti og þroska fyrir komandi ár og framtíð barna.

Vítamín tilheyra þeim hópi nauðsynlegra næringarefna sem líkaminn þarfnast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Vítamín gegna ýmsum mikilvægum hlutverkum fyrir líkamann, svo sem við framleiðslu orku og losun úrgangsefna. Fyrsta ár í lífi barna einkennist af örum vexti og þroska og því er næringin fyrsta aldursárið gríðarlega mikilvæg og leggur grunn að fæðuvenjum barnsins og heilbrigði allt lífið. Mikilvægt er að taka inn valin bætiefni til að tryggja upptöku á nauðsynlegum vítamínum fyrir bæði móður og barn.

mynd

Þarf að taka inn vítamín á meðgöngu?

Meðganga er tími mikilla breytinga og því þarf að tryggja að líkaminn fái allan þann stuðning sem þörf er á til að mynda nýjan einstakling og til þess að næra barnið fyrstu mánuðina. Fólínsýra er það vítamín sem er hvað mikilvægast á meðgöngu en hún er m.a. gríðarlega mikilvæg fyrir þroska á taugapípu fósturs en heili og mæna þróast út frá taugapípu og sé myndun hennar ekki eðlileg á fyrstu vikum meðgöngu getur það leitt til alvarlegs fósturskaða, svo sem klofinn hryggs eða vatnshöfuðs. D- vítamín er einnig mikilvægt fyrir fóstur sem er að þroskast og vaxa en það er háð D- vítamín inntöku móður þar sem það fer í gegnum fylgjuna, sem og nauðsynlegt fyrir beinþroska fósturs. Járn er að auki mikilvægt á meðgöngu en blóðmagn í líkamanum eykst svo hægt sé að flytja súrefni og næringu til fósturs í gegnum fylgjuna.

 

Vítamín eru mikilvæg fyrir börn frá unga aldri

Mikilvægt er að huga að vítamín inntöku barna frá unga aldri en vítamín búskapur getur jafnvel haft áhrif á framtíð barna. Fyrstu sex mánuði barna er ráðlagt að nærast eingöngu á móðurmjólk svo lengi sem að barnið vex og dafnar vel. Móðurmjólkin inniheldur öll þau næringarefni sem barnið þarfnast fyrstu sex mánuðina, en auk næringarefna inniheldur móðurmjólkin ýmis efni sem hafa áhrif á þroska meltingarfæranna og starfsemi þeirra, svo sem vaxtarþætti og hormóna. Börn þurfa þó líkt og aðrir að fá D- vítamín viðbót frá unga aldri, ásamt öðrum mikilvægum vítamínum eftir sex mánaða aldur. Fram að sex mánaða aldri duga m.a. járnbirgðir, A, E, B6, og C vítamín ásamt sinki frá móðurmjólk en þar eftir þarf að huga að viðbót.

 

Sérsniðin vítamín í munnúðaformi frá Better You

Better You vörurnar njóta aukinna vinsælda og ekki af ástæðulausu því mikið er lagt upp úr gæðum og að upptaka á vítamínum sé tryggð. Munnúðar eru einföld leið til að innbyrða vítamín og fyrir þá sem eiga erfitt með að kyngja töflum eða hafa undirliggjandi meltingarvandamál. Better You vítamínin koma öll í formi munnúða sem tryggir góða upptöku gegnum slímhúð í munni. Better You í samstarfi við næringarþerapistann Madeleine Shaw gaf nýverið út nýja vörulínu sem inniheldur öll þau helstu vítamín fyrir öll stig móðurhlutverksins ásamt fyrir barnið.