Bio Kult Candéa virkar fyrir mig

/ Bio Kult Candéa virkar fyrir mig

Ég er ein af þeim sem les öll ummæli um hin ýmsu „kraftaverkalyf“ og tek mátulegt mark á því.
En eftir að hafa heyrt af einni konu sem var byrjuð að taka inn Bio Kult Candéa og fann svo mikinn mun á sér, ákvað ég að prófa. Ég byrjaði á því að taka 2 hylki daglega fyrir morgunmat og var það ekki alveg að henta mér, þannig að ég gafst upp og gleymdi kassanum í eldhússkápnum heima hjá mér. Ég rakst á kassann í skápnum í desember síðastliðinn og ákvað að prófa aftur og sé ekki eftir því.

Eftir að hafa lesið fleiri umsagnir um Bio Kult Candéa, þá ákvað ég að byrja á því að taka hylkin aftur og auka þau í 4 hylki á dag og núna tek ég þau öll með kvöldmatnum.

Ég verið með meltingaróþægindi síðan ég var barn sem ég finn ekki fyrir núna. Húðin hefur meira að segja lagast.
Ég finn að Bio Kult Candéa er eitthvað sem ég verð að taka áfram og má alls ekki hætta að taka.
Bio Kult Candéa er komið inn í „systemið“ hjá mér, bara rétt eins og það að tannbursta sig!

Ég mæli hiklaust með Bio Kult Candéa.

Helga Árnadóttir