Bætiefni fyrir góða andlega heilsu

/ Bætiefni fyrir góða andlega heilsu

Margir taka fæðubótarefni eða bætiefni til að efla virkni líkamans en ekki endilega til að efla andlega hæfni. Rannsóknir sýna hins vegar að skortur á vítamínum og steinefnum getur leitt til andlegra einkenna eins og þunglyndis og kvíða auk einbeitingarskorts, slens og þreytu.

Það sem er athyglisvert er að jafnvel þeir sem borða alla jafna hollt geta lent í alvarlegum skorti á nauðsynlegum næringarefnum. Það helgast af því að geta líkamans til að frásoga næringarefni er afar flókið ferli og margir og ólíkir þættir sem hafa áhrif.

Það eru einkum 5 næringarefni sem hafa ekki síður áhrif á andlega heilsu en þá líkamlegu

B12

B12 vítamín er gríðarlega mikilvægt og gegnir það margvíslegu hlutverki í líkama okkar. Það er m.a. nauðsynlegt fyrir skiptingu frumnanna en rauðu blóðkornin eru í hópi þeirra frumna sem skipta sér oftast og því veldur B12-vítamínskortur blóðleysi. B12-vítamín er nauðsynlegt fyrir nýmyndun tauga og spilar það því stórt hlutverk í að halda taugakerfinu okkar í lagi sem og heilastarfseminni. Talið er að allt að 15% fólks skorti B12. Það er að finna í matvælum sem koma úr dýraríkinu og þá aðallega kjöti, innmat, sjávarafurðum, eggjum, mjólk og osti. Þeir sem ekki borða mikið úr þessum fæðuflokkum gætu því þurft að nýta sér bætiefni til að lenda ekki í skorti.

Einkenni B12 skorts geta verið almennt orkuleysi og slen, þreyta, ör hjartsláttur, andþyngsli og svimi, hægðatregða, uppþemba, þyngdartap, minnisleysi, þunglyndi og vitglöp (demementia). Sjá nánar hér.

B12 Boost munnúðinn frá Better You inniheldur methylcobalamin sem er náttúrulegt form þessa vítamíns og einmitt það sem er best fyrir okkur að taka.  Úðinn er bragðgóður og tryggir að líkaminn fái allt það B12 sem hann þarf á afar auðveldan og einfaldan máta.  Hann inniheldur einnig steinefnið Chromium Chloride (króm) sem nýtist öllum og er sérstaklega hjálplegt fólki með efnaskiptavillu og/eða blóðsykurvandamál og svo er grænt te í blöndunni sem eykur orku. Í ljósi þess að B12 skortur tengist oft vandamálum í meltingarvegi er best að taka það í formi munnúða.  Upptaka á B12 gegnum slímhúð í munni er örugg og áhrifarík leið til að tryggja líkamanum nægjanlegt magn af B12 vítamíni eða til að verja okkur fyrir B12 skorti.

D vítamín

 

Það verður seint talað of mikið um nauðsyn þess að taka inn D-vítamín.  Sólarvítamínið, eins og það er oft kallað, gegnir gríðarlega víðtæku hlutverki í líkamsstarfsemi okkar og hafa fjölmargar rannsóknir gefið okkur vísbendingar um hversu alvarlegar afleiðingar D-vítamín skortur hefur í för með sér. D – vítamín er lykil næringarefni fyrir tauga- og ónæmiskerfi líkamans. Skortur á D – vítamíni getur m.a. leitt til þunglyndiseinkenna.

D-Lux munnúðarnir frá Better You eru handhægir og þægilegir í notkun og eru til fyrir alla fjölskylduna. Svissnesk rannsókn sýndi að D-vítamín sem úðað er út í kinn fer mun hraðar út í líkamann heldur en venjulegar töflur af sama styrkleika. Einnig varð upptakan betri og sérstaklega hjá þeim sem voru ekki með nógu há gildi þegar rannsóknin var gerð. Önnur rannsókn sem gerð var við Háskólann í Aþenu leiddi í ljós að upptaka gegnum slímhúð í munni var mikið meiri en upptaka gegnum meltingarkerfið.  Nánar um nauðsyn D vítamíns hér.

 

Omega 3

 

 

Omega 3 er lífsnauðsynleg fitusýra sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur og verður því að fá hana annað hvort úr fæðunni eða sem bætiefni.

Krillolían frá Natures Aid er Omega 3 í sinni hreinustu og öflugustu mynd, sótt í Suðurskautshafið sem er  hreinasta hafsvæði veraldar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að Omega 3 er gott fyrir æðakerfið, heilann, húðina og ónæmiskerfið. Sífellt fleiri rannsóknir hafa leitt í ljós kosti þess að bæta Omega 3 fitusýrum inn í mataræði okkar og getur regluleg inntaka m.a. bætt minnið, aukið einbeitingu og minnkað líkur á þunglyndi.

Nánar hér

 

 

 

 

 

Magnesíum

Magnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu okkar. Það kemur við sögu í yfir 300 mismunandiefnaskiptaferlum í líkamanum og getur magnesíumskortur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Magnesíum er nauðsynlegt til  orkuframleiðslu í líkamanum ásamt því að stuðla að betri heilsu vöðva, beina, vökvajafnvægis og til stjórnunar á tauga- og vöðvasamdrætti.

Magnesíumskortur getur verið undirliggjandi orsök ýmissa sjúkdóma en einkenni skorts eru margvísleg. Þau geta t.d. lýst sér sem þróttleysi, þreyta, svefnleysi, kvíði, dofi/tilfinningaleysi eða skapsveiflur.

Upptaka á þessu mikilvæga steinefni í gegnum húðina hefur reynst mörgum  einstaklega vel og frá Better You eru fáanlegar 3 gerðir af útvortis magnesíum, flögur í fótabað eða bað, gel og olía.

 

 

Góðgerlar

Prógastró DDS-1

 

Við vitum flest að áhrif heilbrigðar þarmaflóru á heilsuna eru mikil, ekki bara líkamlega heilsu heldur líka andlega. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fra

 

m á að með því að koma í veg fyrir ójafnvægi í þarmaflórunni má minnka einkenni kvíða og þunglyndis. Sjá nánar hér

Prógastró DDS + er öflugur asídófílus. Hann er sýru og gallþolinn, lifir lengi í meltingunni og margfaldar sig í smáþörmunum þar sem hans er helst þörf. Prógastró DDS+  GULL er enn öflugri asídófílus sem innheldur 15 milljarða góðgerla og dugar einungis eitt hylki á dag en í glasinu er 2 mánaða skammtur.

 

Mjólkursýrugerlar