Árangurinn kom ánægjulega á óvart

/ Árangurinn kom ánægjulega á óvart

Úrsúla María glímdi við mikið hárlos eftir barnsburð en hefur jafnað sig á ótrúlega skömmum tíma með því að taka inn sérvalda jurta og vítamínblöndu fyrir hárið.

“Ég mæli heilshugar með Hair Volume fyrir mæður og aðra sem lenda í miklu hárlosi”

Hárþynning og hárlos er eitthvað sem margir kannast við og getur valdið fólki mjög miklu hugarangri.  Almennt missir fólk 50-100 hár á dag og ný hár koma í staðinn en þegar hárlos verður meira en telst eðlilegt og endurnýjun hægari er um hárþynningu að ræða.  Bæði konur og karlar á öllum aldri geta þjáðst út af of miklu hárlosi, þunnu og líflausu hári og þó að skallamyndun sé mun algengari hjá körlum, getur hún einnig gerst hjá konum.

Ástæður fyrir hárlosi og hárþynningu.
Ýmislegt getur valdið því að hárið þynnist og verður líflaust:

 • Erfðir og aldur
 • Hormónabreytingar
 • Streita
 • Sveppasýking í hársverði
 • Barnseignir
 • Næringarskortur
 • járnskortur
 • Vöðvabólga
 • Veikindi
 • Lyfjameðferð

 

Hvað er til ráða ?

Það er hægt að hafa áhrif á hársvörð og heilbrigði hársins á margvíslegan hátt og sporna við almennu hárlosi sem telst meira en eðlilegt. Hvort sem rekja má hárþynningu til erfða, hormónabreytinga, umhverfisþátta eða næringar þá eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.

 • Næring -Vandaðu mataræði þitt og borðaðu fjölbreyttan mat svo þú fáir öll nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarfnast til að viðhalda heilbrigðu hári.
 • Streita- Finndu leiðir til að draga úr andlegu álagi en mikil streita getur haft margvísleg neikvæð áhrif á líkamann og valdið ýmsum einkennum eins og auknu hárlosi.
 • Vöðvabólga- Viðvarandi og mikil vöðvabólga getur dregur úr blóðflæði til hársvarðar og ýtt undir hárlos og því mikilvægt að finna leiðir til að bæði fyrirbyggja og losa um uppsafnaða spennu og bólgur með nuddi, slökun, réttri líkamsbeitingu og hreyfingu.
 • Hárvörur-Vandaðu val þitt á hárvörum og veldu vörur með náttúrulegum, hreinum og öruggum innihaldsefnum.
 • Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum – Hárklinikken sérhæfir sig í að greina rót vandans og veita ráðgjöf.
 • Bætiefni- veldu sérvaldar bætiefnablöndur sem hafa það að markmiði að efla og styrkja hárið og næra hársvörðinn.

 

Hair Volume er sérvalin bætiefnablanda sem eykur umfang hársins.
Hair Volume frá New Nordic eru náttúrulegt bætiefni unnið úr jurtum sem getur hjálpað til við að viðhalda þykkt hársins og aukið hárvöxt en það inniheldur m.a. jurtaþykkni úr eplum sem er ríkt af Proxyanidin B2, ásamt öðrum mikilvægum efnum fyrir hárið eins og bíótíni sem hvetur hárvöxt og umfang hársins. Hair Volume inniheldur einnig kopar sem hjálpar til við að viðhalda hárlit ásamt amínósýrunni L-cysteine sem getur komið í veg fyrir hárþurrk og viðheldur áferð og þykkt hár, sínk og þykkni úr hirsi sem stuðlar að líflegu og heilbrigðu hár.

Virkni Hair Volume kom ánægjulega á óvart.

Úrsúla María er 26 ára lögfræðingur og móðir sem glímdi við hárlos eftir barnsburð en hún hefur þetta um Hair Volume að segja:

Eftir barnsburð fór ég að glíma við hárlos og var hárið á mér farið að þynnast verulega, sérstaklega hjá kollvikunum. Það var virkilega erfitt að sjá og finna hárið verða þynnra með hverjum degi sem leið og var

það farið að valda mér áhyggjum. Ég fór því að velta fyrir mér hvað ég gæti gert til að laga ástandið.  Ég hafði ekki endilega mikla trúa á að fæðubótarefni gætu breytt miklu en hafði heyrt um Hair Volume og ákvað að gefa því séns.  Það kom því verulega á óvart hversu fljótt hárið tók við sér og eftir aðeins einn mánuð voru komin fullt af nýjum hárum og kollvikin sem höfðu myndast voru að hverfa. Þetta var auðvitað kærkomin viðsnúningur og núna eftir aðeins nokkra mánuði á Hair Volume hefur hárið jafnað sig og árangurinn betri en ég hefði getað ímyndað mér.  Ég er gríðarlega þakklát fyrir að hafa kynnst Hair Volume og finnst þessi vara algjör snilld fyrir mæður.  Ég mun halda áfram að taka Hair Volume til að viðhalda heilbrigðu og þéttu hári‘‘.

Útsölustaðir: Apótek, Stórmarkaðir, heilsuverslanir og Heimkaup

Mælt er með að neytendur leiti álits læknis eða annars fagfólks áður en þeir ákveða inntöku á vítamínum eða fæðubótaefnum. Sérstaklega á þetta við um barnshafandi konur, konur sem eru með barn á brjósti. Fæðubótarefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir fjölbreytt og hollt mataræði.