Acidophilus fyrir börn

/ Acidophilus fyrir börn

Fréttatíminn, Heilsa móður & barns 24. febrúar 2017

Kidz Pro-5 mjólkursýrugerlar frá Natures Aid eru sérstaklega ætlaðir börnum frá 1 árs aldri en  þeir geta hjálpað til við að halda jafnvægi á þarmaflórunni, hindra vöxt óæskilegra baktería, bæta meltinguna, eflt ónæmiskerfið og varnir líkamans gegn sýkingum.  Þeir er á duftformi sem hægt er að strá yfir grautinn eða hræra saman við vökva og því afar einfaldir í notkun.

Það er fátt sem skiptir jafn miklu máli fyrir heilsuna okkar eins og heilbrigð og rétt samsett þarmaflóra. Þarmaflóran í venjulegri manneskju inniheldur yfir þúsund mismunandi tegundir gerla og baktería.  Jafnvægi þessara baktería getur auðveldlega raskast vegna veikinda, inntöku sýklalyfja, mikillar kaffidrykkju og ýmissa lífsstílstengdra þátta eins og mikils álags, neyslu næringarsnauðrar fæðu og fæðu sem er mikið unnin.

Fyrir 2000 árum sagði Hippocrates: „allir sjúkdómar hefjast í meltingarvegi“. Það er ekki fyrr en nú hin síðar ár sem við erum að skilja hversu mikið er til í þessum orðum.

 

Þarmaflóra ungabarna

Gríðarlega mikilvægt er að þarmaflóran hjá börnunum okkar sé í góðu lagi en hún er undirstaða öflugs ónæmiskerfis. Þarmaflóran flyst frá móður til barns í fæðingunni. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem tekin eru með keisaraskurði eru gjarnari á að fá sýkingar og ónæmissjúkdóma eins og astma og barnaexem. Verðandi mæður og mæður með börn á brjósti þurfa því að gefa þarmaflórunni sinni gaum til að að styrkja ónæmiskerfi ungbarnanna.

 

Sýklalyf drepa góðu bakteríurnar

Börn fá að meðaltali sex til átta vírussýkingar í öndunarfæri árlega en sýkingar í öndunarfærum eru ein algengasta ástæða fyrir heimsókn til læknis og um 75% af notkun sýklalyfja er vegna öndunarfærasýkinga. Endurtekin sýklalyfjanotkun getur hreinlega gengið af þarmaflórunni dauðri. Allir sem taka sýklalyf þurfa að passa þarmaflóruna og taka inn mjólkursýrugerla (probiotics).  Best er að taka inn gerla 2-3 klst fyrir eða eftir inntöku á sýklalyfjum, ekki samtímis.

 

Uppþemba og vindgangur

Börn rétt eins og fullorðnir geta fengið magaónot, uppþembu og vindgang og geta góðir gerlar þá gert kraftaverk. Það verður að sjálfsögðu að huga að mataræðinu en ef það er ekki jafnvægi í þarmaflórunni, er meltingin ekki að vinna rétt og getur það valdið miklum óþægindum. Í mörgum tilfellum er óþol fyrir ákveðnum matvælum beintengt skorti á góðum bakteríum í meltingunni og svo eru líka ákveðin matvæli eins og sykur og unnin matvara ýmiskonar sem hafa afar slæm áhrif á þarmaflóruna.

 

Strá yfir grautinn eða í drykkinn

Kidz Pro-5 eru mjólkursýrugerlar ætlaðir fyrir börn frá 1 árs aldri. Þeir innihalda 8 gerlastofna og þeirra á meðal eru hinn öflugi asídófílus (Lactobacillus Acidophilus) sem m.a. ver okkur fyrir óvinveittum bakteríum sem geta verið í þörmunum, Lactobacillus Plantarum hefur mikilvæg áhrif á einkenni eins og niðurgang, hægðartegðu og vindgang og hann fóðrar einnig þarmaveggina þannig að líkurnar á því að slæmar bakteríur komist í blóðrásina minnka. Að lokum skal nefna stofn sem kallast Steptococcus Thermophilus en hann er þekktur fyrir að draga úr líkum á niðurgang sem orsakast af inntöku á sýklalyfjum.

 

Mjókursýrugerlar

Kidz Pro-5  eru án allra aukaefna, þeir eru bragðlausir og á duftformi og því sérlega þægilegir í notkun. Það má hræra þeim í vatn, strá þeim yfir graut eða hollt morgunkorn, setja í boost og raunar blanda þeim í hvað sem er.

 

 

  • Án sykurs
  • Án gerviefna
  • Án rotvarnarefna
  • Án laktósa
  • Án gers
  • Án glúteins
  • Er vegan

 

 

 

 

 

 Öflug þarmaflóra er grunnurinn að góðri heilsu